Opinn fyrirlestur í Hátíðarsal H.Í.

Dr. James Sampson, einn fremsti sérfræðingur Bandaríkjanna í notkun upplýsingatækni í náms- og starfsráðgjöf heldur opinn fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands, fimmtudaginn 4. apríl  n.k., kl. 15-16.

Í fyrirlestrinum mun dr. Sampson fjalla um aðferðir við að blanda upplýsingatækninni við náms- og starfsráðgjöf til að hlúa að upplýstu vali um nám og störf. Fjallað verður um kosti og ókosti upplýsingatækninnar, hlutverk náms- og starfsráðgjafans og hlut upplýsinga- og samskiptatækninnar í inngripum, s.s. náms- og starfsfræðslu.

Dr. Sampson er gestur Sérfræðiseturs í ævilangri náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytisins og er hingað kominn sem ráðunautur um gerð nýrrar upplýsinga- og ráðgjafarvefgáttar um nám og störf. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf vinna nú að gerð slíkrar vefgáttar.

Sjá frétt á vef H.Í.

Fimmtudagur, 14. March 2013 - 10:30