Ný stjórn FNS 2018-2019

Ný stjórn FNS 2018 - 2019 (á myndina vantar Margréti Arnardóttur)

Aðalfundur FNS var haldin í gær 9. maí í húsnæði Mímis við Öldugötu. Um 30 félagagsmenn mættu og gerðu sér glaðan dag að loknum hefðbundum aðalfundarstörfum. Klara Guðbrandsdóttir kemur ný inn í stjórn og áfram sitja þær Helga Tryggvadóttir, Svanhildur Svavarsdóttir, Hildur Katrín Rafnsdóttir, Margrét Arnardóttir, Helga Lind Hjartardóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Ingibjörg Kristinsdóttir lét af störfum sem formaður félagsins og hættir þar með í stjórn en Helga Tryggvadóttir var kjörin nýr formaður. FNS þakkar Ingbjörgu kærlega fyrir störf sín sem formaður og óskar Helgu til hamingju með nýtt hlutverk. 

 

Fimmtudagur, 10. maí 2018 - 21:45