Náms- og starfsráðgjöfum í grunnskóla boðið í heimsókn í Tækniskólann við Skólavörðuholt

Tækniskólinn við Skólavörðuholt mun bjóða náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum í heimsókn fimmtudaginn 17. mars. Þar verður boðið bæði upp á  kynningu á skólanum og skoðunarferð um húsnæðið.

Það verður m.a. boðið upp á samtal við stjórnendur skólans og námsráðgjafa hjá Tækniskólanum, sem og spjall við nemendur. Góðar veitingar í boði.

Dagskrá:

 14:00 – Kynning í Framtíðastofu Tækniskólans 

14:30 – Skoðunarferð um skólann - Fjöldi brauta heimsóttar m.a. hársnyrtibraut, fataiðnbraut, K2, hönnunar- og nýsköpunarbraut, húsasmíði, málarabraut og rafiðnbrautir

15:30 – Umræður

 16:00 – Dagskrárlok

Skráning fer fram í gegnum netfangið osj@tskoli.is og nánari upplýsingar veitir Ólafur Sveinn Jóhannesson í gegnum sama netfang eða síma 665 1155

Mánudagur, 21. febrúar 2022 - 15:45