
Vakin er athygli á því að Íslandsmót iðn- og verkgreina Mín framtíð, verður haldið í Laugardalshöll dagana 16. -18. mars nk.
Margt verður um að vera og sem dæmi má nefna eru keppnisgreinarnar 23 og 29 skólar á framhaldsskólastigi munu kynna námsframboð sitt. Grunnskólanemendum er boðið í heimsókn fimmtudag og föstudag frá 9-16 og opið fyrir aðra gesti laugardaginn 18. mars frá kl. 10-15.Fræðsluefni tengt sýningunni „Mín framtíð“ og Íslandsmóti iðn- og verkgreina verður nú aðgengilegt á vefsvæðinu https://namogstorf.is/fyrir-skola/ . Um er að ræða kynningarglærur og kveikjur að umræðum en einnig annað tengt efni.
Samkeppni verður haldin sem kallast „Faggreinar framtíðarinnar“ – og eru allir hvattir til að kynna það fyrir nemendum sem og áhugasömum kennurum, t.d. í tengslum við lífsleikni, samfélagsfræði eða ritunarverkefni.