Kæru félagsmenn
Það er ljóst að einum stærsta áfanga í sögu náms- og starfsráðgjafar hér á landi hefur verið náð í dag 30.mars með tilkomu nýsamþykktra laga um náms- og starfsráðgjafa. Af því tilefni vil ég koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem unnið hafa að framgöngu þessa mikilvæga máls. Lögverndun á starfsheiti náms- og starfsráðgjafa mun efla enn frekar gæði og metnað í störfum náms- og starfsráðgjafa í landinu, nemendum og öðrum skjólstæðingum okkar til heilla. Til hamingju með daginn!
Með kveðju,
Ágústa E. Ingþórsdóttir, formaður.