Kynning á stjórn - Helga Valtýsdóttir varaformaður

Helga Valtýsdóttir - varaformaður Félags náms- og starfsráðgjafa.

Ég heiti Helga Valtýsdóttir og er náms- og starfsráðgjafi í Flensborgarskólanum. Fyrrverandi formaður var í sambandi við mig í fyrra og ég ákvað að slá til og taka þátt í stjórnarstörfum fyir félagið. Styrkleikar fagstéttarinnar eru klárlega efling náms- og starfsráðgjafar á breiðum vettvangi. Félagið sameinar okkur á okkar starfsvettvangi og er talsmaður okkar í mikilvægum málum sem við viljum standa fyrir og vinna að. Ég er skipulögð og bý yfir mikilli reynslu. Alla daga vinn ég með ungu fólki sem er að móta sína framtíð og njóta í núinu. Starfið er fjölbreytt og ótrúlega skemmtilegt.

Fimmtudagur, 16. desember 2021 - 9:30