Kynning á stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa - Heimir Haraldsson meðstjórnandi

Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi

Í stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa sitja formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, norrænn fulltrúi og tveir meðstjórnendur.

Á næstu dögum munum við kynna stjórnina og fyrst til leiks eru meðstjórnendur.

Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi við Menntaskólann á Akureyri segir svo frá: 

Ég heiti Heimir Haraldsson hef starfað sem náms- og starfsráðgjafi frá árinu 2004 og vinn við Menntaskólann á Akureyri og er að hefja mitt sjöunda starfsár þar.

Uppstillinganefnd benti á kynjahlutfallið og fannst tilvalið að hvetja mig til að bjóða mig fram og mér var það ljúft og skylt og ætla leggja mitt lóð á vogaskálina að vinna vel fyrir félagið.

Föstudagur, 19. nóvember 2021 - 15:15