Helga Tryggva landsfulltrúi okkar í IAEVG

Dr. Jane Goodman, einn af þremur varaforsetum IAEVG, hefur haft forgöngu um að stofna net landsfulltrúa innan IAEVG. Til þess hafa yfirleitt valist formenn félagasamtaka náms- og starfsráðgjafa vítt um heim og því var það ánægjulegt að Helga Tryggvadóttir formaður FNS er nú landsfulltrúi IAEVG. Hlutverk landsfulltrúa er að tengja IAEVG við það sem er að gera í heimalandinu, kynna starfssemi og þarfir í hverju landi og kynna félagsmönnum það sem er að gerast á vettvangi IAEVG.

Miðvikudagur, 23. september 2020 - 13:00