Heimsóknin í Latabæ

Fræðslunefnd félagsins hefur fundið upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að leggja áherslu á vinnustaðaheimsóknir náms- og starfsráðgjöfum til fróðleiks og símenntunar.  Í upphafi var ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því Latibær var þá heimsóttur.

Þar kynnti  Hallgrímur Kristinsson  okkur starfsemina ásamt samstarfsfólki sínu.   Ágætlega var mætt enda um  gríðarlega áhugaverða  og spennandi heimsókn að ræða.

Myndir frá náms- og starfsráðgjöfum í Latabæ má finna í myndaalbúmi undir "Fræðslufundir". 

Föstudagur, 22. March 2013 - 11:30