Heimboð í Tækniskólann

Þann 18. apríl síðastliðinn bauð Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, náms- og starfsráðgjöfum í heimsókn til kynningar á þeirri verk- og tæknimenntun sem þar er í boði.

Vel var mætt, heimsóknin öll hin áhugaverðasta og skólanum og aðstandendum kynningarinnar til mikils sóma. Myndir má nú finna í myndaalbúmi undir liðnum "fræðslufundir".

Miðvikudagur, 8. maí 2013 - 13:00