Hópferð á ráðstefnu í Madrid í nóvember

Stjórn FNS hefur skipulagt hópferð á alþjóðlega ráðstefnu IAEVG í Madrid í nóvember 2016. Félagsmenn hafa fengið sendan póst (FNS póstlisti) með upplýsingum um ferðina. Stjórn félagsins vill hvetja félagsmenn til að fjölmenna á þessa mjög svo áhugaverðu ráðstefnu. Skráningu lýkur 11. júlí svo það er ekki eftir neinu að bíða. Hlökkum til að sjá ykkur í Madrid í nóvember.

Sumarkveðjur frá stjórn FNS 

Þriðjudagur, 28. júní 2016 - 11:30