Guðbjörg Vilhjálmsdóttir í stjórn Alþjóðlegu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf og deildarforseti Félags- og mannvísindadeildar, var nýverið kjörin fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðlegu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna. Kjörið fór fram á fundi Norrænu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna (Nordiska förbundet för studie- och yrkesvägledning) sem fór fram í Reykjavík í byrjun nóvember. Í samtökunum eru nú um 25 þúsund félagar frá fimmtíu löndum í sex heimsálfum. Guðbjörg hefur störf í stjórninni í október 2018. Sjá nánari frétt hér 

Mánudagur, 20. nóvember 2017 - 17:15