Fréttir af norrænu samstarfi

Pistill frá fulltrúum Fns í norrænu samstarfi

Sunnudaginn 7. apríl sl. mættum við Ólöf og Ketill til norræns  fundar í stórt skip  við höfnina í Osló. Þar heilsuðum við upp á norska fulltrúa náms- og starfsráðgjafa frá öllum fylkjunum en þau eru 19 að tölu. Þarna voru auk okkar gestir frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð.

Norskir náms- og starfsráðgjafar héldu landsfund sinn og þar kynntum við Ólöf starfsemi okkar hér á landi o.fl. Sama gerðu Danir, Finnar og Svíar.

Samkvæmt dagskrá landsfundar var aðalmálið að heimsækja miðstöð danskra náms- og starfsráðgjafa í Kaupmannahöfn þann 8. apríl og okkur var boðið að koma með. Þar fengum við yfirgripsmikinn fyrirlestur um starfsemi náms- og starfsráðgjafa í dönskum skólum. Það kom í ljós að brottfall er ekki nærri eins hátt og víða annars staðar þar sem að viðkomandi ber skylda til að ljúka námi til ákv. réttinda. Ef viðkomandi einhverra hluta vegna lýkur ekki námi ber sveitarfélagið þar sem viðkomandi býr ábyrgð á að fylgja því eftir að viðkomandi ljúki námi.

Í beinu framhaldi héldum við norræna fundinn. Norsku landsfundarmeðlimirnir yfirgáfu fundarstaðinn og við fulltrúar frá hverju landi fyrir sig settumst við langborð þar sem dagskrá var sett. Ársreikningur var lagður fyrir og fjármál rædd. Einnig var farið yfir landsskýrslur og verkefnaáætlun 2011 – 2014 yfirfarin. Þar kom m.a. fram að Ísland ætti að taka við formannastöðu af Norðmönnum næsta ár þ.e. vorið 2014.

Fyrir hönd okkar náms- og starfsráðgjafa á Íslandi lagði ég fram þá tillögu á fundinum að við fengjum að sitja hjá vegna þeirra efnahagslegu örðugleika sem dundu á okkur haustið 2008 sem m.a. olli því að gjaldmiðillinn féll og settar voru á okkur gjaldeyrishöft sem enn sér ekki fyrir endann á. Með litla sem enga styrki á bak við okkur og lítið fjármagn yfir höfuð treystum við okkur ekki til að taka við formennsku á næsta ári og bjóða upp á það sem nauðsynlegt telst samkvæmt vinnudagskrá hvers árs. T.d. að halda tvo fundi á ári(oft í tengslum við ráðstefnu eða annað sem snertir okkur faglega), annan að vori og hinn á hausti þar sem fulltrúar hinna landanna mæta þ.e.a.s. frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Fulltrúum Álandseyja, Færeyja og Grænlands er líka boðið en þeir koma því ekki alltaf við. Ég lagði til að Finnland tæki við í okkar stað. (var búinn að undirstinga þá deginum á undan). Sem betur fór var sýndur skilningur á þessu máli og það var samþykkt að Finnar tækju við formannsstöðu að ári liðnu.

Okkur var borgið að þessu sinni en við megum ekki leggja árar í bát heldur þurfum að láta hendur standa fram úr ermum og ná sambandi við þá opinberu aðila sem koma að okkar fjármálum og fleira. Kalla á fund með okkar yfirmönnum og blása til áframhaldandi sóknar.

 

Áhugaverðar heimsíður  fyrir náms- og starfsráðgjafa

Danmörk

Heimasíða norsku samtakana

http://www.rf-n.no/

Föstudagur, 3. maí 2013 - 10:00