Fréttabréf IAEVG

Félag náms-og starfsráðgjafa hefur átt aðild að International Association for Educational and Vocational Guidance í meira en 30 ár, í gegnum aðild sína að Nordiska förbundet för studie- och yrkesvägledning. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, professor situr nú í stjórn IAEVG og þar hafa verið umræður um að tengja félagsmenn í aðildarfélögum IAEVG betur við samtökin. Liður í því er að dreifa fréttabréfi IAEVG til félagsmanna í gegnum aðildarfélögin. Fréttabréfið verður því framvegis birt á heimasíðu FNS og kynnt í gegnum facebook síðu og póstlista. Í meðfylgjandi ágúst hefti er viðtal við Jane Goodman um hlutverk IAEVG, heimsgluggi (frétt frá e-u heimshorninu) umfjöllun um viðbrögð náms- og starfsráðgjafa  við Covid og þar er einmitt grein frá Grétu, Hildi Karen og Stellu, náms- og starfsráðgjöfum í HR.

Hér er linkur á fréttabréf IAEVG

 

Föstudagur, 25. september 2020 - 11:00