Fræðslufundur um Menntakerfið fyrir alla - jafngildi náms

Ágætu félagar í Félagi náms- og starfsráðgjafa

Við erum að byrja að senda út kynningu um þennan fræðslufund sem haldinn verður 3. mars í samstarfi við ykkur. Náms- og starfsráðgjafar formlega (framhalds- og há-) skólakerfisins eru sértakur markhópur hjá okkur þar sem miklar breytingar eru framundan á framsetningu og mati á námi.  Við sem stöndum að fundinum erum þess fullviss að gott sé fyrir náms – og starfsráðgjafa að þekkja það þróunarstarf um jafngildi náms sem átt hefur sér stað erlendis, og er á teikniborðinu hérlendis. Það er bæði hagsmunamál fyrir ráðgjafana og skjólstæðinga þeirra. Fundurinn er öllum að kostnaðarlausu og sætapláss takmarkað svo brýnt er að ráðgjafarnir skrái sig sem fyrst, því fundurinn er líka ætlaður stjórnendum og fullorðinsfræðsluaðilum. Getið þið sett þetta fallega upp á ykkar vefsíðu og búið til link inn á skráningarsíðuna eins og tekið er fram í hjákræktum skjölum.  Sömu skjöl má líka nota sem skrá eða mynd á vefsíðunni. Bara eins og ykkur hentar og þykir smart.

Textann hér fyrir neðan erum við að fara að senda út í öðru umhverfi.

Sjáið hér auglýsingu á "Ádöfinni". - Fræðslufundur um Menntakerfið fyrir alla – jafngildi náms

Með bestu kveðju
Hulda Anna Arnljótsdóttir
framkvæmdastjóri

Fræðslusetrið Starfsmennt
Grettisgata 89
105 Reykjavík
sími: 525 8395
fax: 525 8399

www.smennt.is

Laugardagur, 12. febrúar 2011 - 15:30