Fræðslufundur um ADHD

Fræðslufundur félags náms- og starfsráðgjaafa um ADHD var haldinn 19. nóvember sl. í húsnæði Mímis símennturnar, Skeifunni 8.

Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD samtakanna, kynnti samtökin og sagði frá því hvaða áhrif ADHD getur haft á líf og störf einstaklinga og fjölskyldur þeirra.

Sigrún Harðardóttir náms- og starfsráðgjafi var einnig með fræðsluerindi og sagði frá bók sinni og Tinnu Halldórsdóttur; Hámarksárangur í námi með ADHD. Jafnframt sagði Sigrún frá starfi sínu við Menntaskólann á Egilstöðum.

Miðvikudagur, 9. desember 2009 - 15:45