Fræðslufundur FNS

Landbúnaðarháskóli Íslands býður félagsmönnum í Félagi starfs- og námsráðgjafa til fræðslufundar í Reykavíkursetri LbhÍ á Keldnaholti föstudaginn 5. febrúar.  Fundurinn hefst kl. 14 og verður í samkomusal á efstu hæð. Megininntak fundarins verður kynning á starfsemi LbhÍ. Fundurinn verður í "beinni" útsendingu á netinu. Félagsmenn, sem ekki geta komið til fundarins, fara á heimasíðu Lbhí en þar er hnappur (hægra megin á heimasíðunni) sem á stendur Málstofa. Ýtið á hann og þá er eftirleikurinn auðveldur.  Félagar sem vilja koma með spurningar til LbhÍ geta sent þær á netfangið askell@lbhi.is áður en og meðan á fundi stendur.

Vonumst til að sjá sem flesta á fundinum.

Þriðjudagur, 2. febrúar 2010 - 15:00