Góðan daginn!

International Association for Educational and Vocational Guidance (IAEVG) verður með áhugaverða ráðstefnu í Den Haag, Hollandi , 28. til 30. júní 2023.

Titill ráðstefnunnar er: Life Long Development as a standard.

Félagsfólk FNS hefur fjölmennt á nokkrar slíkar ráðstefnur og væri gaman ef okkur tekst að gera það í sumar líka.

Það er verið að skoða hóptilboð á ráðstefnuna og verða þau kynnt fljótlega.

Boðað hefur verið til opins stjórnarfundar, mánudaginn 23.janúar næstkomandi.

Til þess að auka sýnileika starfs stjórnar FNS og varpa enn betra ljósi á þau verkefni sem stjórnin fæst við í umboði félagsmanna er boðað til opins stjórnarfundar mánudaginn 23. janúar kl. 14:30 - 16:00.

Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Flensborgarskóla ásamt því að vera á Zoom.

Nánari upplýsingar um dagskrá stjórnarfundar verður sendar út síðar.

 

Bestu kveðjur,

Stjórn FNS

Hrönn Baldursdóttir, Líney Árnadóttir og VIRK Starfsendurhæfing hljóta viðurkenningu Félags náms- og starfsráðgjafa.

Félagið veitir árlega viðurkenningu til handa félagsmanni. Tilgangur slíkrar viðurkenningar er að vekja athygli á fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar. Framlag viðkomandi er metið mikils og eftir því tekið á meðal félagsfólks enda taka þeir þátt í að tilnefna til viðurkenningarinnar.

Stolt og sameinuð stétt í sókn

Einn stærsti viðburður í starfi félagsins er í sjónmáli - haustráðstefna FNS á Akureyri!

Það er spennandi dagskrá framundan þar sem félagsfólk, áttatíu talsins, kemur saman á Hótel KEA og ræðir um fagið, fagmennskuna og fræðin.

 

Fimmtudagur - Múlaberg  10.11.2022

Móttaka og innskráning ráðstefnugesta hefst kl. 8:30 og formleg dagskrá hefst kl. 9.

 

Föstudagur 11.11.2022

Vettvangsheimsóknir.

 

Stolt og sameinuð stétt í sókn

Linkur að Sway fyrir þá sem vilja: Sway fréttabréf

Í fréttum er þetta helst!

Félag náms- og starfsráðgjafa - Fréttapistill  20. október, 2022

 

Kæru félagsmenn, 

Í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar þann 20. október nk. óskar stjórn félagsins eftir tilnefningum félagsmanna til viðurkenningar fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar. 

Tilgangur viðurkenningarinnar er að vekja athygli á fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar. Félagið hefur veitt félagsmanni viðurkenningu fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar frá árinu 2006. 

Það er óhætt að segja að það sé í mörg horn að líta hjá okkur náms- og starfsráðgjöfum þegar sumarleyfum lýkur, þegar allt fer á fulla ferð og verkefnin mörg.

Nú er starf félagsins í fullum gír og fyrir viku síðan hittust allar nefndir og ráð og gerðu starfsáætlanir fyrir veturinn. Það er því mjög margt áhugavert framundan í vetur.

Fulltrúar nefnda og ráða mættu, bæði í stað og fjar.  Þetta voru fulltrúar frá upplýsinga- og kynningarnefnd, fræðslunefnd, fagráð framhaldsskóla, kjararáð, fagráð atvinnulífsins og siðanefnd.

Ágæta félagsfólk FNS

Skráning er hafin á haustráðstefnu FNS sem haldin verður á Akureyri dagana 10. og 11. nóvember. Helstu upplýsingar um ráðstefnuna má finna í meðfylgjandi auglýsingum.

Skráningin fer fram í gegnum eftirfarandi hlekki:

Fyrir ráðstefnupakka 1 og 2:  https://forms.gle/PJrqGZPkHiH9BHhz6

Fyrir ráðstefnupakka 3 (með gistingu): https://forms.gle/Gz5Xm9WeiJJWZWs86

 

Pages