Stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa (FNS) hefur móttekið bréf frá Hildi Betty Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins þess efnis að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sjái sér ekki annað fært en að loka vefnum Næsta skref 1. apríl næstkomandi vegna skorts á rekstrarfé.

 

Á morgunverðarfundi mennta- og barnamálaráðuneytisins var rætt um hvernig hægt væri að bregðast við aukinni ásókn í verknám með því að horfa til uppbyggingar á húsnæði.Val um nám er ein þeirra stórra ákvarðana sem einstaklingur tekur á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að framboð og aðgengi að fjölbreyttum námstækifærum og námsupplýsingum sé tryggð.  Félag náms- og starfsráðgjafa fylgist með þróun menntamála þar sem mikilvægt er að miðla sem bestum upplýsingum hverju sinni til ráðþega, hvar sem þeir eru staddir í sinni náms- og starfsþróun.

Vakin er athygli á því að Íslandsmót iðn- og verkgreina Mín framtíð, verður haldið í Laugardalshöll dagana 16. -18. mars nk. 

International Association for Educational and Vocational Guidance (IAEVG) verður með áhugaverða ráðstefnu í Den Haag, Hollandi , 28. til 30. júní 2023. Titill ráðstefnunnar er: Life Long Development as a standard. Félagsfólk FNS hefur fjölmennt á nokkrar slíkar ráðstefnur og væri gaman ef okkur tekst að gera það í sumar líka. Það er verið að skoða hóptilboð á ráðstefnuna og verða þau kynnt fljótlega.

Bestu kveðjur,  Jónína Kárdal, formaður

Boðað hefur verið til opins stjórnarfundar, mánudaginn 23.janúar næstkomandi.

Til þess að auka sýnileika starfs stjórnar FNS og varpa enn betra ljósi á þau verkefni sem stjórnin fæst við í umboði félagsmanna er boðað til opins stjórnarfundar mánudaginn 23. janúar kl. 14:30 - 16:00.

Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Flensborgarskóla ásamt því að vera á Zoom.

Nánari upplýsingar um dagskrá stjórnarfundar verður sendar út síðar.

 

Bestu kveðjur,

Stjórn FNS

Hrönn Baldursdóttir, Líney Árnadóttir og VIRK Starfsendurhæfing hljóta viðurkenningu Félags náms- og starfsráðgjafa.

Félagið veitir árlega viðurkenningu til handa félagsmanni. Tilgangur slíkrar viðurkenningar er að vekja athygli á fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar. Framlag viðkomandi er metið mikils og eftir því tekið á meðal félagsfólks enda taka þeir þátt í að tilnefna til viðurkenningarinnar.

Stolt og sameinuð stétt í sókn

Einn stærsti viðburður í starfi félagsins er í sjónmáli - haustráðstefna FNS á Akureyri!

Það er spennandi dagskrá framundan þar sem félagsfólk, áttatíu talsins, kemur saman á Hótel KEA og ræðir um fagið, fagmennskuna og fræðin.

 

Fimmtudagur - Múlaberg  10.11.2022

Móttaka og innskráning ráðstefnugesta hefst kl. 8:30 og formleg dagskrá hefst kl. 9.

 

Föstudagur 11.11.2022

Vettvangsheimsóknir.

 

Stolt og sameinuð stétt í sókn

Linkur að Sway fyrir þá sem vilja: Sway fréttabréf

Í fréttum er þetta helst!

Félag náms- og starfsráðgjafa - Fréttapistill  20. október, 2022

 

Kæru félagsmenn, 

Í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar þann 20. október nk. óskar stjórn félagsins eftir tilnefningum félagsmanna til viðurkenningar fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar. 

Tilgangur viðurkenningarinnar er að vekja athygli á fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar. Félagið hefur veitt félagsmanni viðurkenningu fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar frá árinu 2006. 

Pages