Fagráðsfundur grunn- og framhaldsskóla ráðgjafa

Fagráð grunn- og framhaldsskóla ráðgjafa standa að sameiginlegri fræðslu fyrir náms- og starfsráðgjafa föstudaginn 10. febrúar nk. kl. 13.30-14.30 í húsnæði Barnaverndarstofu, Borgartúni 21. 

Páll Ólafsson félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu mun fræða okkur um hlutverk barnaverndarstofu, tilkynningaskylduna og allt sem snýr að barnaverndarmálum.

 

Til að áætla fjölda eruð áhugasamir vinsamlegast beðnir um að svara könnun sem finna má í lokaða hópnum okkar á facebook.

 

Bestu kveðjur

Unnur, Kristín Birna, Svanhildur, Elísabet og Þuríður Lilja

Fimmtudagur, 19. janúar 2017 - 13:30