Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember 2021

Íslenski fáninn

Til hamingju með dag íslenskrar tungu!

Það er mikilvægt að eiga orð yfir allt það sem lýsir tilveru okkar og gefur lífinu lit og blæbrigði. Það er ákveðið tjáningarform.

Þegar við horfum til orðræðu í fagi okkar og orðanotkun þá vitum við að þar er urmull orða sem lýsa náms- og starfsráðgjöf og stoðgreinum. Oft á tíðum hafa þau verið þýdd úr erlendum tungumálum en svo kemur að nýyrðasmíð einnig.

Það er mikilvægt að halda þessu til haga og miðla því þannig að orðræðan verði einstaklingum einnig töm.

Orð koma líka og fara - tungumálið er lifandi og endurnýjast.

Hvernig viljum við tala um náms- og starfsráðgjöf?

 

 

 

Þriðjudagur, 16. nóvember 2021 - 9:00