Arnar Þorsteinsson hefur starfað við náms- og starfsráðgjöf í rúm 20 ár, Hann hefur unnið að uppbyggingu og þróun á náms- og starfsfræðslu á margvíslegan hátt, annars vegar þegar hann starfaði á grunnskólastigi og hins vegar með því að leiða þróun og uppbyggingu á vefjum sem við náms- og starfsráðgjafar þekkjum glöggt, næstaskref.is og náms og störf.is vefjunum. Nám og störf er náms- og starfsfræðsluvefur um verknám, rekinn af Iðunni fræðslusetri, rafmennt og Samtökum iðnaðarins. Vefurinn “næsta skref” er upplýsingavefur um nám og störf, raunfærnimat og ráðgjöf sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins rekur. Báðir þessir vefir nýtast á mörgum skólastigum og við símenntun, eru hagnýt verkfæri fyrir náms- og starfsráðgjafa og almenning.
Arnari hefur tekist að beina kastljósinu að mikilvægi náms- og starfsfræðslu með notkun upplýsingatækni og skipulegri skráningu og miðlun á upplýsingum um nám og störf. Arnar hefur styrka faglega sýn og hefur sinnt þessum verkefnum af alúð og metnaði. Hann hefur verið afar fylginn sér og rökfastur þegar kemur að umræðu um stefnumótun í náms- og starfsfræðslu og rafrænni náms- og starfsráðgjöf og hikar ekki við að taka samtalið! . Með störfum sínum hefur Arnar svo sannarlega haft áhrif á stafræna tilveru í faginu.
Hér er að finna greinar eftir Arnar sem fjalla m.a. um miðlun upplýsinga um nám og störf á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
Netfang: arnar@frae.is