Afmælisfyrirlestur í náms- og starfsráðgjöf í tilefni 20 ára afmælis námsbrautar

Afmælisfyrirlestur í náms-og starfsráðgjöf í tilefni 20 ára afmælis námsbrautar

"Ég kom að gjörsamlega auðu borði".
Saga náms-og starfsráðgjafar á Íslandi

Staður og stund: Lögberg 102, 17. febrúar kl. 16-17.

Í fyrirlestrinum mun Guðbjörg Vilhjálmsdóttir prófessor í náms-og starfsráðgjöf fjalla um þróunar verkefni í námsbraut í náms-og starfsráðgjöf sem er skrásetning á sögu náms- og starfsráðgjafar á Íslandi.

Sagan verður sögð í tímaröð út frá þætti stjórnvalda, Háskóla Íslands, samstarfi við útlönd og Félagi náms-og starfsráðgjafa. Einnig verða greind þau markmið sem náms-og starfsráðgjöfin hafði á ólíkum tímaskeiðum.

Að lokum verður litið til mikilvægra framtíðarverkefna svo sem að koma á upplýsingakerfi um nám og störf, námsgagnagerð og að efla málsvarnar hlutverk náms-og starfsráðgjafa.

Mánudagur, 7. febrúar 2011 - 15:30