Í tilefni dagsins - 20. október 2021

Kynningarblað í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar

Dagur náms- og starfsráðgjafar á Íslandi er í dag og haldinn í fimmtánda sinn - það er hátíð hjá náms- og starfsráðgjöfum!
Tilgangur dagsins er að vekja athygli landsmanna á þessari tegund ráðgjafar, hvar hana er að finna ásamt því að kynna helstu strauma og stefnur í fag- og fræðigreininni.
Félag náms- og starfsráðgjafa gefur út sérblað sem fylgir Fréttablaði dagsins og þar er að finna fjölmörg viðtöl við náms- og starfsráðgjafa sem segja frá starfi sínu.

Hér má sækja blaðið

Njótið dagsins!

Miðvikudagur, 20. október 2021 - 11:00