Vorverkin að hefjast!

Skref í rétta átt

 

Þegar líða tekur á veturinn og vorið nálgast þá fara ungmenni í 10. bekk að huga að næstu skrefum er varðar áframhaldandi menntun og störf.

Náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum taka höndum saman og standa að fræðslu um námsmöguleika á framhaldsskólastigi, iðnnámi og verknámi. Mikil og góð samvinna hefur skapast í gegnum árin.

Á vef Félags náms- og starfsráðgjafa (www.fns.is) er hægt að finna upplýsingar um opin hús í framhaldsskólum.

Það er góð leið fyrir ungmenni og forráðamenn þeirra að þiggja boðið, skoða skóla og ræða málin við bæði náms- og starfsráðgjafa, kennara, nemendur og stjórnendur skólanna.

Um leið er vert að benda á vefinn Næsta skref en þar er að finna fjölbreyttar upplýsingar um námsleiðir og störf https://naestaskref.is/starfaflokkar/

Laugardagur, 12. febrúar 2022 - 13:15