Virkjun mannauðs á Reykjanesi

Virkjun mannauðs á Reykjanesi hóf starfsemi sína 15. janúar sl. í byggingu 740 á Vallarheiði. Hugmyndin að baki Virkjun er að byggja upp starfsemi fyrir íbúa á Reykjanesi sem leita nýrra tækifæra í atvinnu eða námi. Þá er Virkjun ekki síður staður þar sem einstaklingar geta komið saman, hitt nýtt fólk og kynnst því starfi sem er í gangi hverju sinni.

Virkjun er opin alla daga frá kl. 9:00-16:00 og þangað er almenningi boðið að koma og nýta sér þá fjölbreyttu þjónustu sem þar er í boði. Markmiðið er að þar finni flestir eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um er að ræða ráðgjöf, aðstoð við stofnun sprotafyrirtækja, aðstaða fyrir námstengd verkefni, fyrirlestrar, námskeið, kynningar og tómstundaverkefni.

 

Virkjun er hugsuð fyrir:

einstaklinga í atvinnuleit
þá sem vilja stofna fyrirtæki 
þá sem vilja sinna nýsköpun 
þá sem vilja auka færni sína á vinnumarkaði með þátttöku í fjölbreyttri starfsemi Virkjunar 
þá sem vilja hitta annað fólk. 
Virkjun býður einnig:

sérfræðiaðstoð s.s. félagsráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa, lögmanna, fjármálaráðgjöf, framtalsaðstoð o.fl. 
fyrirlestra, fjölbreytt nám og námskeið 
aðstöðu til heimanáms og aðstoð við námið 
listnám, tómstundir, íþróttir og styrkjandi lífsleikni. 
Náms- og starfsráðgjafar hafa verið með fasta viðveru í Virkjun á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 14:00-16:00 en frá marsmánuði alla fimmtudaga á þessum tíma.

Í þessari virkjun felast því fleiri tækifæri en áður hafa verið í boði á einum stað. Verkefnið byggir að stærstum hluta á sjálfboðastarfsemi og þess vegna eru flest tilboðin notandanum að kostnaðarlausu.

Strætóferðir frá Reykjaneshöll eru kl. 13:00, 14:00, 15:00 og 16:00 og frá Virkjun kl. 13:30, 14:30, 15:30 og 17:00.

Kaffiveitingar í boði

 

Anna Lóa Ólafsdóttir 
Náms- og starfsráðgjafi, 
fulltrúi MSS í framkvæmdarnefnd Virkjunar

sunnudagur, 29. March 2009 - 8:30