Viðurkenning Félags náms- og starfsráðgjafa fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar

 

Félag náms- og starfsráðgjafa hefur veitt félagsmanni viðurkenningu fyrir framlag til nærsamfélagsins, fagsins eða stéttarinnar í fimmtán ár eða allt frá árinu 2006 þegar fyrsti Dagur náms- og starfsráðgjafar var haldinn hátíðlegur. . Tilgangur slíkrar viðurkenningar er að vekja athygli á  fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar.  Það er mikilvægt að leita til félagsmanna þegar kemur að slíkum viðurkenningum og óskaði   stjórn FNS eftir tilnefningum félagsmanna.  

Í ár hefur stjórn ákveðið að veita tveimur félagsmönnum viðurkenningu fyrir framlag  til stafrænnar þróunar í náms- og starfsráðgjöf. Þetta eru þau Arnar Þorsteinsson náms- og starfsráðgjafi sem starfar á Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og hjá Iðunni fræðslusetri og Nanna Imsland náms- og starfsráðgjafi hjá Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Arnari og Nönnu hefur báðum tekist, með sínum verkum og starfi, að sýna hvers megnug og mikilvæg náms- og starfsráðgjöf er fyrir einstaklinga og samfélagið.

Félagið þakkar þeim innilega fyrir góð störf í þágu náms- og starfsráðgjafar.

 

 

Föstudagur, 29. október 2021 - 17:15