Velkomin til starfa !

Fyrir hönd stjórnar Félags náms- og starfsráðgjafa vil ég bjóða ykkur velkomin til starfa haustið 2022!

Það er hefjast að nýju eftir gott sumarleyfi sem vonandi allir hafi notið. Ég naut orlofsins svo vel að ég var búin að gleyma lykilorðinu að tölvunni þegar ég mætti nú í byrjun ágúst!

Á síðasta starfsári samþykkti stjórn FNS aðleggja áherslu á sýnileika fags og stéttar, efla samstöðu með margvíslegum hætti og beina sjónum að stafrænni hæfni og miðlun.

Sýnileiki getur verið tvenns konar að mínu mati; innri og ytri sýnileiki. Hið fyrra á við innra starf FNS þar sem stjórn, nefndir og ráð vinna að því að rækja það hlutverk að efla samheldni og tengsl félagsmanna ásamt fag- og stéttarvitund íslenskra náms- og starfsráðgjafa sbr. 2. grein laga um félagið. Ytri sýnileiki felst í því að segja frá framlagi náms- og starfsráðgjafar til íslenskt samfélags í gegnum starfið og rannsóknir á sviðinu.

Samstaða

Ég hvet alla félagsmenn til að taka höndum saman og deila því sem er að gerast á okkar fjölbreyttu starfsvettvöngum. Það er frá mörgu að segja og þessi sýnileiki gefur innsýn í mikilvægi fags og starfs fyrir einstaklinga og hópa.Við höfum öll sögu að segja úr daglegu starfi, hvernig við erum að vinna að ýmsum verkefnum, tökum á við áskoranir og sjáum kómísku hliðina á því líka. Samstaða okkar grundvallast í menntun okkar og fagmennskuog siðferlisgildum eins og segir frá í siðareglum FNS; manngildi og virðing, sjálfræði og heill og velferð.

Stafræn hæfni

Stafræna öldin krefst þess að við, sem fagaðilar, séum annars vegar færir í að nota okkur stafræna miðla og vera upplýsingalæs hins vegar nýta tæknina til að nálgast ráðþega okkar. Hvernig getum við nýtt stafræna miðla til að nálgast ráðþega okkar og upplýsa samfélagið um náms- og starfsráðgjöf ? Félag náms- og starfsráðgjafa heldur úti vefsíðu, www.fns.is og samfélagsmiðla í gegnum Facebook og Instagram. Þetta eru kjörnir miðlar til að segja frá starfi okkar, innra og ytra og þar með efla sýnileikann. Notum eftirfarandi merkingar: #nsradgjof #namsogstorf #fnsiceland #egernamsogstarfsradgjafi . Fylgið félaginu á samfélagsmiðlum og "taggið"

Markmið náms- og starfsráðgjafar er að auðvelda einstaklingum að átta sig á eigin óskum og vilja og efla færni þeirra til að taka farsælar ákvarðanir um nám og störf. Samfélagið þarf að vita hvað felur náms- og starfsráðgjöf í sér, hvar hana er að finna og hverjir veita hana. Náms- og starfsráðgjafar geta veitt þessar upplýsingar og svör!

Til upplýsingar þá er stjórn FNS skipuð á eftirfarandi hátt veturinn 2022 - 2023.

Formaður: Jónína Kárdal, Háskóli Íslands

Varaformaður: Helga Valtýsdóttir, Flensborgarskólinn

Gjaldkeri: Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, Stapaskóli

Ritari: Greta Jessen, Langholtsskóli

Meðstjórnendur: Heimir Haraldsson, Menntaskólinn á Akureyri. Hrönn Grímsdóttir, Austurbrú, Jóhanna María Vignir, Gerðaskóli

Hægt er að senda póst á stjórnina í gegnum netfangið fns@fns.is

Við hlökkum til félagsstarfsins í vetur og minnum á ráðstefnu FNS sem verður haldin á Akureyri 9. - 11. nóvember undir yfirskriftinni: Stolt og sameinuð stétt í sókn. Takið dagana frá ! Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirkomulag birtist innan tíðar.

Með kærri kveðju,

Jónína Kárdal

Formaður

Fylgstu með á FB

https://www.facebook.com/namsogstarfsradgjafar

Lækaðu!

Fylgstu með á vefnum

www.fns.is

Komdu með frétt!

Vertu með á Insta

@fns.is 

Fylgdu okkur!

Mánudagur, 22. ágúst 2022 - 16:45