Veisluborð í Bratislava

Dagana 11.-13. september sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna IAEVG í Bratislava, Slóvakíu þar sem þemað var Career Guidance for Inclusive Society. Þeim rúmlega 500 þátttakendum frá 46 löndum sem tóku þátt í ráðstefnunni var boðið uppá 9 aðalfyrirlesara og tæplega 70 málstofur, vinnustofur og fyrirlestra sem velja þurfti á milli. Á þessari þriggja daga ráðstefnu var megin áhersla lögð á hvernig náms- og starfsráðgjöf gæti aukið þátttöku í samfélaginu á margvíslegan hátt og mátti finna mörg þekkt nöfn úr náms- og starfsráðgjafarheiminum á dagskránni eins og Norman Amundson, Gideon Arulmani og Roberta Neault. Sjá frekar í grein Guðbjargar Vilhjálmsdóttur og Margrétar Arnardóttur HÉR

Miðvikudagur, 25. september 2019 - 17:30