Stolt og sameinuð stétt í sókn !

 

Stolt og sameinuð stétt í sókn

Fyrir þá sem vilja sjá Sway fréttabréfið sem inniheldur myndir: Smellið hér

 

Haustráðstefna haldin á Akureyri 10. - 11. nóvember 2022

Hótel KEA, Múlabergi

 

Skráning er í fullum gangi og gisting enn í boði.

Fyrir ráðstefnupakka 1 og 2:  https://forms.gle/PJrqGZPkHiH9BHhz6

Fyrir ráðstefnupakka 3 (með gistinguá Hótel KEA): https://forms.gle/Gz5Xm9WeiJJWZWs86

Athygli er vakin á því að bókun þarf að staðfesta með millifærslu og staðfestingu úr heimabanka. Greiðsluupplýsingar eru 

Kt: 6011861609

Rn: 0111-15-372876

Sendið staðfestingu á fnsstjorn@gmail.com og setjið kennitölu þess bókaða í skýringu.

Félagar FNS þurfa að greiða greiðsluseðil með félagsgjöldum áður en bókun er staðfest.

Skráningu lýkur 3. nóvember

 

Dagskrá fimmtudaginn 10. nóvember

 

Ráðstefnustjóri: Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi

 

kl. 9:00   Setning haustráðstefnu FNS

  • Jónína Kárdal formaður FNS og
  •  Ásmundur Daði  Einarsson  mennta- og barnamálaráðherra

kl.9:15    Stolt og sameinuð stétt í sókn - Sigríður Hulda Jónsdóttir

kl.10:30  Kaffihlé

kl. 11:00  Kveikja - starfslýsing náms- og starfsráðgjafa - Sigríður Hulda Jónsdóttir

kl. 11:30  Sjálfstraust og sýnileiki - Dr. Sigrún Stefánsdóttir

kl.12:15   Hádegishlé - Tveggja rétta hlaðborð

kl. 13:15  Kveðja frá Akureyrarbæ - Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

kl. 13:30  Áföll og missir - Regína Ólafsdóttir og Katrín Ösp Jónsdóttir

kl. 14:30  Umræður

                  Happdrætti

                  Viðurkenning FNS 2022

                  Samantekt

kl. 15:00  Ráðstefnuslit

 

Afþreying í Akureyrarbæ og Eyjafirði

  • Skógarböðin  - 10% afsláttur af aðgangseyri.  Hægt verður að skrá sig sérstaklega í afþreyinguna.
  • Sundlaug Akureyrar
  • Listagilið
  • Göngugatan
  • Jólahúsið
  • og margt fleira!

Múlaberg

kl. 19:00  Fordrykkur

kl. 19:30  Hátíðarkvöldverður og skemmtiatriði

                  Veislustjóri: Ásdís Birgisdóttir

                  Villi vandræðaskáld kemur og skemmtir

Ráðstefnugestum stendur til  boða að heimsækja og kynnast þannig nokkrum vel völdum starfsstöðum á Norðurlandi.

Í boði er að velja einn stað kl.9:00 og annan kl.11:00. Hafið í huga að þátttakendur þurfa að koma sér sjálfir á þá starfsstaði sem þeir velja.

Eftirfarandi staðir vilja bjóða okkur í heimsókn til að kynna starfsemi sína:

Klukkan 9:00

  • Háskólinn á Akureyri
  • Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar – SÍMEY
  • Vinnumálastofnun
  • Glerárskóli
  • Verkmenntaskólinn á Akureyri

Klukkan 11:00

  • Þekkingarnet Þingeyinga á Húsavík
  • Giljaskóli
  • Menntaskólinn á Akureyri
  • Starfsendurhæfing Norðurlands

 

Skráning ráðstefnugesta þarf að fara fram fyrir 3. nóvember svo að starfsstaðirnir hafi tækifæri til að undirbúa komu okkar.

Skráning hér

Nánar um dagskrá 10. nóvember

Stolt og sameinuð stétt í sókn

 

Sigriður Hulda Jónsdóttir verður fyrst á dagskrá á haustráðstefnu FNS fimmtudaginn 10. nóvember.

 Í framsögu sinni mun Sigríður Hulda  fjalla um á hvern hátt náms- og starfsráðgjafar geta aukið við virði sitt sem starfsfólk, samstarfsfólk og félagsfólk í náms- og starfsráðgjafarfélaginu. 

,,Við skoðum sameiginlega í hverju stolt okkar og sérstaða felst og ræðum á hvern hátt hver og einn getur gert faglega sóknaráætlun sem hver og einn getur nýtt sér á sínum vinnustað".

Sigríður Hulda  er eigandi fræðslu- og ráðgjafafyrirtækisins SHJ ráðgjöf þar sem helstu verkefni eru fræðsla, ráðgjöf, stefnumótunarvinna og stjórnendaþjálfun fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hún hefur lokið MBA gráðu og MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands auka þess að vera með kennsluréttindi og BA gráðu í uppeldis- og menntunarfæðum.  Sigríður Hulda hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði náms- og starfsráðgjafar og kennslu á framhaldsskólastigi og var  forstöðumaður Stúdentaþjónustu við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur einnig unnið ýmis verkefni fyrir Mennta- og menningarráðuneytið og tekið þátt í fjölmörgum Evrópskum rannsóknarverkefnum um menntun, brotthvarf og stuðningskerfi.

Kaffi og meðlæti

 

Kveikja - starfslýsing náms- og starfsráðgjafa

Félag náms- og starfsráðgjafa samdi almenna starfslýsingu um störf náms- og starfsráðgjafa árið 2003 til að skilgreina ramma fagstarfsfins og verkefni.  Starfsvettvangar náms- og starfsráðgjafa hafa breyst  á þessum tæpu 20 árum og aðgengi að ráðgjöfinni aukist til muna. 

 Stjórn FNS vill standa fyrir endurskoðun á starfslýsingu í ljósi þeirrar framþróunar sem hefur orðið í faginu og nota við stefnumótun í faginu.  Sigríður Hulda mun halda áfram með okkur og  fjalla um gerð starfslýsinga og hlutverk þeirra hvað varðar faglegan ramma.

Ráðstefnugestir eru hvattir til að koma með sína eigin starfslýsingu.

Sjálfstraust og sýnileiki

Sigrún Stefánsdóttir er annar fyrirlesari á haustráðstefnu FNS.  Hún mun fjalla  um gildi þess að vera sýnilegur í fjölmiðlum, bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og þá ekki síður fyrir fagið. Farið verður yfir undirstöðuatriði sem eru mikilvæg þegar farið er í viðtöl í fjölmiðlum, því verður svarað hvernig hægt er að undirbúa sig og byggja upp sjálfstraust.

,,Hvað vinnst með sýnileika í fjölmiðlum? Hvernig er hægt að koma sér á framfæri? Tjáskipti án orða eru mikilvæg og lykill að góðum árangri í fjölmiðlum. Allt þetta og miklu meira. Létt verkleg æfing í lokin til þess að undirstrika gildi þess að segja já, þegar fjölmiðlar banka upp á".

Sigrún Stefánsdóttir hefur starfað sem sviðsforseti við Hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og sinnt þar kennslu í fjölmiðlafræði. Nú starfar hún sem stundakennari og stýrir Vísindaskóla unga fólkins hjá sama skóla. Hún hefur unnið sem fréttamaður, dagskrárgerðarmaður og dagskrárstjóri hjá RÚV, verið yfirmaður kynningardeildar Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfnog skólastjóri Norrænu endurmenntunarstofnunar blaðamanna í Árósum. Auk starfa tengdum fjölmiðlum starfar Sigrún sem leiðsögumaður. Hún lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Minnesota árið 1987.

Hádegishlé: tveggja rétta hádegishlaðborð

 

Kveðja frá Akureyrarbæ

 

Ásthildur Sturludóttir

Áföll og missir                                                                                               

 

1 - Regína Ólafsdóttir 

 

2 - Katrín Ösp Jónsdóttir

Fjallað verður um stuðning við börn og ungmenni í kjölfar áfalla og missis. 

  • Að þora að vera með börnum og ungmennum í sorg og þjáningu
  • Að vinnustaðurinn hlúi að starfsmanninum sem veitir þjónustuna
  • Að þekkja leiðir til að hlúa að sjálfum sér
  • Katrín og Regína deila reynslusögum úr starfi 

Katrín starfar sem hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri greininga- og meðferðaúrræða hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni á Akureyri. Katrín er í meistaranámi í heilbrigðisvísindum og hefur þar sérhæft sig í samúðarþreytu en hún útskrifaðist með B.Sc. í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2012. Hún starfaði sem verkefnastjóri hjá Krabbameinsfélaginu árin 2016 til 2021, auk þess að hafa unnið við krabbameins hjúkrun, á gjörgæslu og hjá dvalarheimilum. Hún hefur unnið við ráðgjöf og stuðning frá árinu 2016.

 

Regína útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskólanum í Árósum árið 2007. Hún starfaði fyrstu 10 árin á Landspítalanum á vefrænum deildum, aðallega krabbameinsdeildum, og á barna- og unglingageðdeild. Meðal annarra starfa sem Regína hefur sinnt er á göngudeild geðdeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis og sérfræðingur hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Regína hefur lokið tveggja ára diplómanámi í hugrænni atferlismeðferð og hlaut sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði árið 2018. Regína er nú sálfræðingur hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni.

Umræða- hverju skilar dagurinn okkur?

 

Happdrætti  - hverjir hljóta vinning?

 

Viðurkenning Félags náms- og starfsráðgjafa 2022

 

Hver eða hvaða félagsfólk hlýtur viðurkenningu vegna framlags til náms- og starfsráðgjafar árið 2022?

 Tilgangur viðurkenningarinnar er að vekja athygli á  fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar.

Í ár er/eru það ......?

Hátíðarkvöldverður og skemmtun

 

Það er ástæða til að fagna vel heppnuðum ráðstefnudegi með því að koma saman kl. 19:00 í Múlaberg og skála saman með fordrykk.

 

Hátíðarkvöldverður hefst kl. 19:30 og Ásdís Birgisdóttir náms- og starfsráðgjafi við MH sér um veislustjórn.

Villi vandræðaskáld kemur til okkar og  ætlar að (mis)bjóða upp á sögur og tónlistaratriði, koma dálítið inn á náms- og starfsráðgjöf frá sínu sjónarhorni og stuðla að almennri kátínu.

 

Matseðill:

Forréttur: Rjómalöguð skelfisksúpa

Aðalréttur: Grilluð nautalund

Eftirréttur: Súkkulaðikaka

 

Grænkeraréttur fyrir þá sem hafa valið slíkt

Og svo skemmtum við okkur fram eftir kvöldi !

Félag náms- og starfsráðjgafa vill færa Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar þakkir fyrir veittan stuðning vegna Haustráðstefnu Félags náms- og starfsráðgjafar

 

Með kærri kveðju,

Fræðslunefnd FNS og undirbúningsnefnd stjórnar

Föstudagur, 28. október 2022 - 18:30