Stærsti viðburður í starfi félagsins á Akureyri !

Stolt og sameinuð stétt í sókn

Einn stærsti viðburður í starfi félagsins er í sjónmáli - haustráðstefna FNS á Akureyri!

Það er spennandi dagskrá framundan þar sem félagsfólk, áttatíu talsins, kemur saman á Hótel KEA og ræðir um fagið, fagmennskuna og fræðin.

 

Fimmtudagur - Múlaberg  10.11.2022

Móttaka og innskráning ráðstefnugesta hefst kl. 8:30 og formleg dagskrá hefst kl. 9.

 

Föstudagur 11.11.2022

Vettvangsheimsóknir.

Hluti dagskrár haustráðstefnunnar er að heimsækja kollega á Akureyri og fá að kynnast starfi þeirra á mismunandi starfsvettvöngum.

Þetta er kjörið tækifæri til að upplifa nýja hluti, kynnast starfsemi ólíkra vettvanga og læra af hvert öðru.

Fyrri heimsóknir hefjast kl. 9, seinni heimsóknir hefjast kl. 11. 

 

Hægt er að fylgjast með nýjustu myndum af ráðstefnunni á Instagram síðu félagsins @FNS.IS eða með myllumerkinu #fns2022 og #fnsAK !!

 

Miðvikudagur, 9. nóvember 2022 - 20:00