Saga náms- og starfsráðgjafar á Íslandi

Í nýjasta tölublaði Tímarits um uppeldi og menntun er að finna áhugaverða grein eftir Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur sem ber heitið „Ég kom að gjörsamlega auðu borði“: Saga náms- og starfsráðgjafar á Íslandi frá árdögum til aldamóta.

Í greininni er rakin saga náms- og starfsráðgjafar á Íslandi frá upphafi á sjötta áratug síðustu aldar og fram að aldamótunum 2000. Sérstök áhersla er lögð á að segja frá frumkvöðlum náms- og starfsráðgjafar og frá athöfnum stjórnvalda. Stjórn FNS sendir Guðbjörgu bestu þakkir fyrir skrifin og hvetur félagsmenn til að kynna sér söguna. Hlekk á greinina má finna hér að ofan.

Föstudagur, 9. september 2016 - 13:00