Sýnileiki, samstaða og stafræn tilvera - opnunarávarp mennta- og menningarmálaráðherra

Sýnileiki, samstaða og stafræn tilvera var yfirskrift dagskrár í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar 28. október sl.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hóf daginn með ávarpi og þakkar Félag náms- og starfsráðgjafa ráðherra fyrir kröftug orð í garð fagsins og stéttarinnar

Lilja komst svo að orði á facebook síðu sinni að það hefði verið gleðilegt að fá að ávarpa glæsilegan hóp af náms- og starfsráðgjöfum, á degi náms- og starfsráðgjafa .Þessi hópur gegnir lykilhlutverki í menntakerfinu okkar. Þau hitta einstaklinga á öllum aldri og leiðbeina þau um næstu skref, hvort sem það er í menntun eða störfum. Þau valdefla fólk á hverjum degi, allt frá börnum til fullorðinna.

Hægt er að hlusta á opnunarávarp mennta- og menningarmálaráðherra hér 

Mynd:  FB @liljalf

 

Fimmtudagur, 4. nóvember 2021 - 14:45