RETAIN námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa í Slóveníu

Ágætu náms- og starfsráðgjafar

Undirritaðar hafa verið þátttakendur í evrópsku Leónardó da Vinci verkefni, RETAIN – Retention in Education and Training sem er að skipuleggja námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa og aðra sérfræðinga í menntakerfinu.

Á námskeiðinu verða kynntar aðferðir til að styðja við einstaklinga í áhættuhópi svo sem mismunandi námsstíla (Learning styles), markþjálfun (Coaching Attitude),  WATCH stuðningskerfið og  viðtalsformið Persónulegan prófíl. 
Einnig verður farið í  vettvangsferð. Námskeiðið verður haldið í Slóveníu við Bled vatn dagana 15. - 20. maí 2011.

Umsækjendur geta sótt um styrk (allt að 1750 EUR) til að taka þátt í námskeiðinu.  Þeir sem starfa i skólakerfinu geta sótt um styrk í einstaklingsverkefni í Comenius (comenius.is) og þeir sem starfa í fullorðinsfræðslu geta sótt um styrk í einstaklingsverkefni hjá Grundtvig (grundtvig.is).  Sækja þarf um fyrir 14. janúar næstkomandi.

Í kynningarbréfi sem er hér, eru nánari upplýsingar um innihald námskeiðsins, umsóknir o.fl.  Vert er að nefna að umsækjendur þurfa að hafa senda tölvupóst til Ann- Marie Losenborg (ann-marie.losenborg@edu.goteborg.se) til að fá eyðublaðið Course Confirmation sem þarf að fylgja með þegar sótt er um Comenius - Grundtvig styrk.

Við hvetjum ykkur til að skoða innihald námskeiðsins því þar eru kynntar hagnýtar aðferðir sem nýtast náms- og starfsráðgjöfum við mismunandi aðstæður.  Slóvenía er áhugavert og fallegt land og þátttaka í námskeiðinu gefur möguleika á að kynnast landi og þjóð.  Bled vatnið er rómað fyrir náttúrufegurð, sögufrægan kastala og fallega eyju í miðju vatninu.

Þetta er einstakt tækifæri sem við hvetjum ykkur til að skoða nánar. Við getum aðstoðað þá sem eru áhugasamir um að sækja um og skipulagt ferðina.

Að lokum óskum við ykkur gleðilegs árs og vonum að næsta ár færi ykkur gleði og ánægju í starfi.

Bestu kveðjur,
Björg Birgisdóttir (
bjorg@lhi.is)
Sigríður Hulda Jónsdóttir (
sigridurh@hr.is)

Þriðjudagur, 4. janúar 2011 - 15:15