Ráðstefna Evrópufélags um hugræna atferlismeðferð

Ágætu náms -og starfsráðgjafar
Félag um hugræna atferlismeðferð (
www.ham.is) minnir á 41. ráðstefnu EABCT (Evrópufélag um hugræna atferlismeðferð) sem haldin verður í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu 31. ágúst – 3. september á þessu ári. Ráðgert er að um 1400 sérfræðingar í geðheilbrigðismálum muni sækja ráðstefnuna og vonast er til að íslenskir heilbrigðisstarfsmenn sýni henni mikinn áhuga.
 
Dagskrá ráðstefnunnar hefur verið undirbúin í samvinnu við alþjóðlegan hóp sérfræðinga og verður meginþema rástefnunnar forvarnir auk þess að fjalla m.a. um meðferð, þróun og árangur af meðferð lyndis- og kvíðaraskana, árvekni (mindfulness), stjórnun tilfinninga og heilsueflingu. Fyrirlesarar verða úr fremstu röð sérfræðinga. 
Skráning á ráðstefnuna og vinnustofur er hafin og minnum við sérstaklega á að þeir sem skrá sig á ráðstefnuna fyrir 30. maí næstkomandi njóta sérstakra kjara. 
 
Nánari upplýsingar er að finna hér: 
http://www.congress.is/eabct/ og einnig á www.ham.is

Kær kveðja
Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir sálfræðingur <
sigurbjorg@kms.is>

Miðvikudagur, 23. febrúar 2011 - 15:45