Notalegur jólafundur FNS

Í hádeginu þann 1. des sl. haldin jólafundur FNS og eiga fræðslunefndar konur þakkir skyldar fyrir gott skipulag og skemmtilega stund. Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur kom og ræddi við félagsmenn m.a. um jólahefðir og hvernig konur verða stundum ákveðnar "týpur" í desember. Hún minnti á mikilvægi þess að vera umburðarlynd og njóta aðventunnar og jólanna. 

 

Fimmtudagur, 7. desember 2017 - 13:00