Norrænt samstarf

NFSY stendur fyrir Nordiska förbundet för studie- och yrkesvägledning og eiga félög náms- og starfsráðgjafa á öllum Norðurlöndum fulltrúa í félaginu. Fulltrúar félaganna mynda stjórn sem hittist tvisvar á ári. Megin markmið NFSY er að styrkja og standa vörð um náms- og starfsráðgjöf á Norðurlöndunum, að koma á tengslum og samstarfi fagfélaga í náms- og starfsráðgjöf og að koma fram fyrir hönd Norðurlandanna í alþjóðlegu samhengi innan IAEVG.

Ísland tók við formennsku í NFSY í apríl 2017 og sinnir því hlutverki til ársins 2020. Formaður samtakanna er Margrét Björk Arnardóttir. Á aðalfundi FNS 2017 var stofnuð 6 manna nefnd um norrænt samstarf sem heldur utan um verkefni NFSY. Í nefndinni sitja auk formanns þau Elísabet Pétursdóttir gjaldkeri, Ingibjörg Bragadóttir ritari, Ásthildur Guðlaugsdóttir vefstjóri, Dagný Broddadóttir og Ketill Jósefsson.

Heimasíða NFSY

Ársskýrslur aðildarlandanna 2015

Ársskýrslur aðildarlandanna 2016