Norrænt samstarf

NFSY stendur fyrir Nordiska förbundet för studie- och yrkesvägledning og eiga félög náms- og starfsráðgjafa á öllum Norðurlöndum fulltrúa í félaginu. Fulltrúar félaganna mynda stjórn sem hittist tvisvar á ári. Megin markmið NFSY er að styrkja og standa vörð um náms- og starfsráðgjöf á Norðurlöndunum, að koma á tengslum og samstarfi fagfélaga í náms- og starfsráðgjöf og að koma fram fyrir hönd Norðurlandanna í alþjóðlegu samhengi innan IAEVG.

Ísland tók við formennsku í NFSY í apríl 2017 og sinnir því hlutverki til ársins 2020. Formaður samtakanna er Margrét Björk Arnardóttir. Á aðalfundi FNS 2017 var stofnuð 6 manna nefnd um norrænt samstarf sem heldur utan um verkefni NFSY. Í nefndinni sitja auk formanns þau Elísabet Pétursdóttir gjaldkeri, Ingibjörg Bragadóttir ritari, Ásthildur Guðlaugsdóttir vefstjóri, Dagný Broddadóttir og Ketill Jósefsson.

Grein Margrétar formanns NFSY 2018

Heimasíða NFSY

 

Ársskýrslur aðildarlandanna 2015

Ársskýrslur aðildarlandanna 2016