Boðið er til uppskeruhátíðar á vegum náms í náms- og starfsráðgjöf við félags- og mannvísindadeild HÍ og Félags náms- og starfsráðgjafa (FNS). Meistaranemar námsins kynna rannsóknir sínar.
Dagskrá:
Kl: 13:00 Setning
- Björg Kristjánsdóttir formaður Félags náms- og starfsráðgjafa
Kl: 13:15 – 13:30
- Bryndís Jóna Jónsdóttir: Starfsánægja náms- og starfsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum, áhrifaþættir og ávinningur.
Kl. 13:30 – 14:15: Grunnskólinn
- Ásthildur G. Guðlaugsdóttir: Heimanám nemenda á miðstigi
- Kristjana Katrín Þorgrímsdóttir: Áhrifaþættir á náms- og starfsval: þýðing og notagildi mælitækis.
- Guðrún Birna Kjartansdóttir: Aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli; könnun á áreiðanleika og réttmæti.
Kaffihlé
Kl. 14:30 – 15:00: Skerðing á getu
- Jóhanna Guðlaug Sigtryggsdóttir: Val blindra og sjónskertra á námi og störfum
- Sigrún Hulda Steingrímsdóttir: Viðmótið skiptir öllu máli. Reynsla fólks af því að takast á við skerðingu á starfsgetu og viðmót fagfólks
Kl. 15:00 – 15:45: Fullorðnir að námi og störfum
- Eyrún B. Valsdóttir: Til mikils að vinna. Réttmæti íslenskrar áhugakönnunar fyrir fólk á vinnumarkaði.
- Auður Sigurðardóttir: Að stíga skrefið – í nám á nýjan leik. Rannsókn á upplifun einstaklinga sem fóru í raunfærnimat eftir brottfall úr námi í framhaldsskóla og hófu nám á nýjan leik.
- Hrafnhildur Kjartansdóttir: „Ég ætla að klára þetta, það er málið“: Ástæður og áhrif brotthvarfs úr háskólanámi.
Miðvikudagur, 9. september 2009 - 12:15