Ný stjórn FNS kjörin á aðalfundi 2022

Á aðalfundi Félags náms- og starfsráðgjafa 23. maí 2022 var ný stjórn kjörin fyrir starfsárið 2022-2023.

Fyrri stjórn fékk endurnýjað umboð þar sem Jónína Kárdal var endurkjörin formaður. Hildur Björk Möller, sem hefur gegnt starfi gjaldkera, gaf ekki kost á sér og í hennar stað var Jóhanna María Vignir kjörin í stjórn. Á myndina vantar Heimi Haraldsson og Hrönn Grímsdóttur. Nýkjörin stjórn á eftir að skipta með sér verkum. Kosið var í nefndir og ráð og var góð mæting á aðalfundinn. Hann var haldinn á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í gegnum Zoom. Á vef félagsins - fns.is - er hægt að lesa árskýrsluna fyrir starfsárið 2021-2022 og þar er hægt að sjá hversu fjölbreytt félagsstarfsemin hefur verið.

 

Mánudagur, 30. maí 2022 - 18:15