Náms- og starfsráðgjafar með leyfisbréf

Á heimasíðu félagsins má nú finna lista yfir þá náms- og starfsráðgjafa sem hafa leyfisbréf frá Menntamálaráðherra frá gildistöku laga um lögverndun starfsheitisins 2009 til loka árs 2015. Einnig eru á listanum þeir náms- og starfsráðgjafar sem tilkynnt hafa til FNS og framvísað leyfisbréfi sem útgefin hafa verið það sem af er þessu ári. Listann má finna undir flipanum Um félagið og er gert ráð fyrir því að hann verði uppfærður með reglulegu millibili. Eitthvað er um að einstaklingar sem lokið hafa námi í náms- og starfsráðgjöf hafi ekki sótt um leyfisbréf og vill stjórnin hvetja þá einstaklinga til að gera slíkt hið fyrsta og standa þannig vörð um lögverndun starfsheitisins náms- og starfsráðgjafi. Umsóknina má finna hér 

Athugasemdir varðandi listann má senda á fns@fns.is 

Föstudagur, 20. maí 2016 - 12:15