Menntun til nýsköpunar

Fræðslu- og umræðufundur í Þjóðarbókhlöðunni 9. desember kl. 9.00-12.30 

Evrópumiðstöð starfs- og námsráðgjafa og Menntaáætlun Evrópusambandsins,  Leonardo og Grundtvig áætlanirnar, standa fyrir fræðslufundinum sem hefur það markmið að stuðla að samræðu um nýsköpun og að kynna verkefni og möguleika sem stuðlað geta að eflingu nýsköpunar í menntun. 

Í Evrópu hefur verið lögð aukin áhersla á öfluga nýsköpunarmenntun.  Þetta kemur meðal annars fram í stefnumörkun Evrópusambandsins á sviði menntamála. Atvinnuleysi hér á landi er nú hærra en áður hefur þekkst. Þrátt fyrir að nemendum í framhalds- og háskólanámi hafi fjölgað verulega er ljóst að umtalsverður hópur fólks finnur sér hvergi sess á atvinnumarkaði eða í námi.  Til að sporna við langvarandi atvinnuleysi þessa hóps þarf að leita nýrra leiða. Menntun í nýsköpun og frumkvöðlafræðum er ein af þeim leiðum sem bent hefur verið á til úrlausnar.

Hér er dagskrá fundarins.  Í lok hans verður boðið upp á léttann hádegisverð og vonandi getum við átt góðar og gagnlegar umræður um þetta mikilvæga málefni.   Nánari upplýsingar og skráning

Fimmtudagur, 2. desember 2010 - 15:00