MA nám fyrir þá sem lokið hafa diplómunámi í náms- og starfsráðgjöf

Þeir sem hafa diplómapróf í náms- og starfsráðgjöf og sækja um meistaranám næsta skólaár 2011-2012 þurfa að ljúka eftirfarandi námskeiðum til að ljúka meistaragráðu:
• Aðferðafræði (10e)
• Bundið val, tvö námskeið af þremur:
   o NSR013F Starfsferilskenningar (10e). Í námskeiðinu eru kynntar kenningar um starfsþróun sem liggja til grundvallar þeim aðferðum sem notaðar eru í náms– og starfsráðgjöf sérstaklega. 
   o NSR011F Starfsþjálfun verkstæði og vettvangur 2a (7e). Starfsþjálfunarnámskeiðin eru viðbót við fyrri þjálfun nema þar sem lögð er áhersla á að tengja hagnýtingu og fræðin. Einnig er farið í hópráðgjöf, notkun matstækja og fjölmenningu sem ekki var fjallað jafn ítarlega um í diplómanámi.
   o NSR012F Starfsþjálfun verkstæði og vettvangur 2b (7e) Starfsþjálfunarnámskeiðin eru viðbót við fyrri þjálfun nema þar sem lögð er áhersla á að tengja hagnýtingu og fræðin. Einnig er farið í áætlanir í náms- og starfsráðgjöf, greiningu á áhættu- og stuðningsþáttum og frekari vettvangsgreiningu sem ekki var fjallað jafn ítarlega um í diplómanámi.
• Valnámskeið (6–10e)
 MA–ritgerð (30e)
Mælt er með að náms– og starfsráðgjafar með diplómapróf sem óska eftir að ljúka meistaragráðu geti sniðið nám sitt að nokkru leyti að eigin náms– og starfsferli í samráði við kennara og starfsfólk námsbrautarinnar. Þannig verði komið til móts við ólíkar þarfir og reynslu með það að markmiði að auka faglega þekkingu og færni hvers og eins. Þessum síðari hluta til meistaragráðu er hægt að ljúka í hlutanámi.

Diplómahafar eru hvattir til að sækja um og verður opnað fyrir umsóknir 1. mars. Umsóknarfrestur rennur út 15. apríl nk. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við undirritaða.

Með kveðju,

Brynhildur L. Björnsdóttir 
Verkefnisstjóri 
Félags- og mannvísindadeild 
Gimli v/ Sæmundargötu 
Sími: 525 5444

netfang: blb1@hi.is

Miðvikudagur, 2. March 2011 - 15:45