Málþing 15. mars: Brotthvarf úr skólum - birtingarmynd ójafnra tækifæri

mynd af vef stjórnarráðsins

Jónínu Kárdal, formanni FNS, hefur verið boðin þátttaka í pallborðsumræðum á málþingi þann 15. mars þar sem yfirskriftin er brotthvarf úr skólum - birtingarmynd ójafnra tækifæra.

 Málþingið er á vegum Velferðarvaktarinnar og er í samvinnu við félags- og vinnumarkaðsrápuneytið og mennta - og barnamálaráðuneytið, haldið á Grand hótel 15. mars frá kl 14-16 og verður einnig streymt. Á málþinginu verður meðal annars kynnt ný skýrsla, Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum.Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að brotthvarf sé birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi

Þessar niðurstöður ættu ekki að koma okkur sem störfum við náms- og starfsráðgjöf á óvart þar sem við störfum með og í þágu ráðþega okkar og búum yfir sérfræðiþekkingu sem nýtist til stuðnings og forvarna þegar horft er til brotthvarfs. Skemmst er að minnast fyrirlesturs Ronald Sultana á Degi náms- og starfsráðgjafar 2021 um félagslegt réttlæti. Þá hafa verið unnar nokkar MA ritgerðir í náms- og starfsráðgjöf sem lúta beint að skólaforðun og brotthvarfi nemenda.

Sjá nánari upplýsingar um dagskrá hér 

 

Miðvikudagur, 9. March 2022 - 15:15