Leyfisbréf fyrir náms- og starfsráðgjafa

Þann 30. mars 2009 var lögverndun starfsheitis náms- og starfsráðgjafa samþykkt á Alþingi. Þessi nýju lög um náms- og starfsráðgjafa (lög nr. 35/2009) kveða á um hverjir hafi rétt til þess að kalla sig náms- og starfsráðgjafa og starfa sem slíkir.

Skila þarf inn umsókn um leyfi til Mennta- og menningarmálaráðuneytis til að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi. Umsóknina er hægt að nálgast hér. Með umsókn þarf að fylgja staðfest ljósrit af skírteini um lokapróf og yfirlit yfir námsferil.

Þriðjudagur, 12. janúar 2010 - 15:00