Kynning á stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa - Hrönn Grímsdóttir meðstjórnandi

Hrönn Grímsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Austurbrú

 

Hrönn segir:

Ég tek þátt í starfi félagsins með því að sitja í stjórn og vera í siðanefnd. Ástæða þess að ég tek þátt er margvísleg. Mig langaði að kynnast starfi félagsins betur og náms- og starfsráðgjöfum um allt land. Ég tengist stéttinni betur með þessum hætti og finn að ég er hluti af öflugum hópi sérfræðinga. Ég vil taka þátt í því að styðja og styrkja félagsmenn ásamt því að vekja athygli á því hversu mikilvægu starfi þeir gegna víða í samfélaginu.

Föstudagur, 19. nóvember 2021 - 15:30