Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður

Yfirskrift dagskrár í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna þann 8.mars, er Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður, ný kynslóð nýjar hugmyndir?

Fundurinn verður á Grand hótel í Reykjavík föstudag 8. mars frá kl. 11:45-13:00.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir fjallar um ungt fólk og jafnréttisviðhorf í erindi sínu "Er þetta veröld sem við viljum"?

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir heldur fyrirlestur sem hún kallar Starfsval í valdakerfi.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir spyr hvort klámvæðingin hafi áhrif á kynskiptan vinnumarkað.

Veitingar í upphafi fundar en að dagskránni standa ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa. 

Þriðjudagur, 5. March 2013 - 10:30