Guðríður Aadnegard hlýtur hvatningarverðlaun dags gegn einelti

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Guðríður Aadnegaard, Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigrún Edda Eðvarðsdóttir formaður Heimilis og skóla

Til hamingju!

Guðríður Aadnegard náms- og starfsráðgjafi og umsjónarkennari við Grunnskólann í Hveragerði hlaut hvatningarverðlaun dags gegn einelti. Hún er svo sannarlega vel að þeim komin, vinnur öflugt starf innan grunnskólans þar sem hún er málsvari nemenda og gætir að velferð þeirra.

Í þakkarræðu sinni fór hún með ljóð eftir Úlf Ragnarsson lækni sem hún sagði að væri leiðarljós sitt í starfi.

Ég veit ekki hvort þú hefur

huga þinn við það fest,

að fegursta gjöf sem þú gefur,

er gjöfin sem varla sést.

Ástúð í andartaki,

augað sem glaðlega hlær,

hlýja í handartaki,

hjartað sem örar slær.

Allt sem þú hugsar í hljóði,

heiminum breytir til.

Gef þú úr sálarsjóði

sakleysi, fegurð og yl

https://grunnskoli.hveragerdi.is/.../hvatningarverdlaun-i...

 

Þriðjudagur, 16. nóvember 2021 - 14:30