Til móts við framtíðina

Óháð aldri erum við flest forvitin og spennt varðandi það hvað framtíðin ber í skauti sér. Ákvarðanir um nám og störf eru þar fyrirferðarmiklar innan um aðrar stórar vörður á lífsleiðinni.

En hvernig er hægt að búa sig undir framtíðina og kannski sérstaklega; hvernig getum við sem best stutt börn og ungmenni á þeirri vegferð sem framundan er? Við þeirri spurningu eru eflaust mörg svör en hér verður staldrað við þá faglegu aðferðafræði sem býr að baki almennri náms- og starfsfræðslu og tengingu hennar við náms- og starfsráðgjöf.

Að velja framtíð
Á þessum tíma árs eru nemendur í grunn- og framhaldsskólum að horfa til sinnar eigin framtíðar, hvaða skref eigi að taka varðandi frekara nám eða þátttöku á vinnumarkaði.

Það er stórt verkefni samfélags og menntunar, að styðja við almenna fræðslu um að stýra eigin náms- og starfsferli. Þar þarf margt að koma til í samvinnu skóla- og foreldrasamfélags, vinnumarkaðs og hins opinbera. Og raunar er margt þegar vel gert. Um þessar mundir er boðið upp á margvíslegar námskynningar og opin hús í framhaldsskólum. Háskóladagurinn verður haldinn næstu helgi þar sem háskólarnir taka höndum saman og kynna fjölbreytt námsframboð og ekki er langt síðan Mín framtíð – Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið þar sem um 8000 grunnskólanemar mættu til að kynnast iðn- og verkgreinum. Og er þá fátt eitt talið.

Öll slík verkefni tengast almennri náms- og starfsfræðslu með einum eða öðrum hætti. Það er raunar til mikils að vinna að efla náms- og starfsfræðslu sem námsgrein og gera þannig mögulegt að uppfylla skilgreint hlutverk náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum á borð við að liðsinna nemendum varðandi:
– að finna hæfileikum sínum, áhugasviðum og kröftum farveg
– að vinna úr upplýsingum um námið og leiðbeina við áframhaldandi nám og starf
– jafnrétti sem leiðarljós í náms- og starfsfræðslu
– kynningar á fjölbreyttu námsframboði að loknum grunnskóla og störfum af ýmsu tagi
– að kynna ný störf og þróun starfa sem fylgja breytingum í nútímasamfélagi

Hið sama gildir um náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskólum en í lögum um framhaldsskóla segir að í skólanámskrá skuli markmiðum og stefnu varðandi ráðgjöf lýst og þar einnig koma fram hvernig skóli rækir skyldur sínar og hlutverk á því sviði. Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er, samkvæmt reglugerð frá 2007 um starfslið og skipulag framhaldsskóla meðal annars.að skipuleggja og sjá um framkvæmd náms- og starfsfræðslu í skólanum.

Þá segir í Aðalnámskrá grunnskóla: ,,Nemendur verði búnir undir frekara nám og starf með markvissri náms- og starfsfræðslu, víðtækri kynningu á námi sem er í boði að loknu skyldunámi, kynningu á atvinnulífinu og hvernig nám býr fólk undir fjölþætt störf sem bjóðast í samfélaginu.”

Að marka stefnuna – framlag náms- og starfsráðgjafar og náms- og starfsfræðslu

Náms- og starfsráðgjöf er ákveðið lykilafl í Menntastefnu 2030 og hvílir í stoðinni hæfni fyrir framtíðina. Með því gefast fjölmörg tækifæri til að efla grunnþætti fagsins; náms- og starfsfræðslu (námsefni og námskrá), þróun starfsferils (framhaldsskóli, háskóli, iðn- og tækninám og fullorðinsfræðsla) og aðgang að upplýsingaveitum um nám og störf (Næstaskref.is og Namogstorf.is). Til að raungera tækifærin þarf að koma til heildstæð stefna í málaflokknum.

Nemendur og aðrir sem vilja efla færni sína í að stýra eigin náms- og starfsferli bíður ærið verkefni sem er alls ekki unnið í tómi. Það er ekki hægt að fara kortlaus á Kjöl ef svo má að orði komast heldur þurfa margir aðilar, skólasamfélag, vinnumarkaðurinn og hið opinbera, að ganga í takt til að gera einstaklingum kleift að marka sína stefnu. Til þess að slíkt sé framkvæmanlegt þarf að liggja fyrir skýr sýn á hlutverk náms- og starfsráðgjafar og undirgreina hennar, viðmið um gæði og framkvæmdaáætlanir og menntaðir sérfræðingar í náms- og starfsráðgjöf sem uppfylla skilyrði laga um að bera starfsheitið náms- og starfsráðgjafi.

Náms- og starfsráðgjöfum er umhugað um bætta stöðu náms- og starfsráðgjafar og náms- og starfsfræðslu í landinu með tilliti til þróunar starfsferils ævina alla. Markviss náms- og starfsfræðsla, sem undirgrein í náms- og starfsráðgjöf, skilar meðal annars því að nemendur eiga auðveldara með náms- og starfsval (t.d. starfsnám eða bóknám), hún minnkar brotthvarf með umtalsverðum fjárhagslegum ábata hérlendis, dregur úr kynbundnu náms- og starfsvali, opnar á leiðir óháð uppruna og félagslegri stöðu og ljáir námi merkingu og tilgang á persónulegum forsendum.

Það er afar mikilvægt og í raun bráð nauðsyn, að sinna vel náms- og starfsfræðslu á grunn- og framhaldsskólastigi því samhliða almennum þroska er hægt að tala um að börn og ungmenni þroskist til náms og starfa og læri sjálf að stýra eigin náms- og starfsferli. Hvort tveggja getur
verið hluti af skipulögðu skólanámi en einnig farið fram með óformlegri hætti vegna áhrifa frá fjölskyldu, vinum eða öðrum mikilvægum fyrirmyndum.

Niðurstöður samnorræns rannsóknarnets hafa raunar nýlega bent til að Ísland, Færeyjar, Grænland og Svíþjóð hafi mun veikari umgjörð utan um náms- og starfsfræðslu en Danmörk, Finland og Noregur, og standi þeim nokkuð að baki þegar kemur að hæfni 15 ára nemenda til að þróa eigin starfsferil.

Mikilvægi náms- og starfsfræðslu birtist í því að með námi og samspili ólíkra viðfangefna eiga nemendur að fá innsýn í hvaða þættir eru mikilvægir til að fást við lífið og val á námi og störfum, vera undirbúin fyrir þátttöku í atvinnulífinu, starfsþróun og símenntun ásamt því að þroska með sér jákvæða og sterka sjálfsmynd.

Eitt af því sem staðið hefur almennri náms- og starfsfræðslu í skólum fyrir þrifum er skortur á námsefni á íslensku. Langur tími líður á milli þess að nýtt efni er gefið út. Því er útgáfa Menntamálastofnunar á Ég og framtíðin – verkefnabók í náms- og starfsfræðslu mikið fagnaðarefni og vonandi að framhald verði á þeirri vinnu. Slíkt efni er afar mikilvægt til að geta fjallað um nám og störf á íslensku þannig að nemendur kynnist og skilji ýmis lykilhugtök og fái innsýn í þá fjölbreyttu möguleika sem þeir standa frammi fyrir. Í þessum efnum má raunar margt af nágrannaþjóðum okkar læra hvort sem slíkri fræðslu er tvinnað saman við hefðbundnari námsgreinar eða fær skilgreindan tíma í stundatöflu.
Þar væri bæði hægt að kveða skýrar að náms- og starfsfræðslu í námskrám, líkt og gert er á Norðurlöndunum eða með ákveðnum viðmiðum fyrir skóla og atvinnulíf til að styðjast við líkt og gert hefur verið í Englandi í rúman áratug.

Þekking og færni náms- og starfsráðgjafa
Náms- og starfsráðgjafar starfa á fjölbreyttum starfsvettvangi þar sem markmiðið er að efla færni fólks, á hvaða aldri sem er, til að takast á við breytingar og taka mikilvægar ákvarðanir tengdar vali á námi og störfum. Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að efla hæfileika ráðþega til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin ákvörðunum og þroska. Markmið náms- og starfsráðgjafar er að auðvelda einstaklingum að átta sig á eigin óskum og vilja og efla færni þeirra til að taka farsælar ákvarðanir um nám og starf.
Styrkleiki náms- og starfsráðgjafa liggur meðal annars í vel menntaðri fagstétt sem hefur sérþekkingu á mörgu því sem snýr að samspili náms- og starfa í lífi hvers og eins.  Þekking og færni í notkun á sértækum inngripum og aðferðafræði stuðlar að því að markmiðum náms- og starfsráðgjafar er náð.

Með höndina á stýri

Með heildstæðri stefnu í náms- og starfsráðgjöf og þar með undirgreinum hennar er verið að fylgja eftir þeim rétti grunn- og framhaldsskólanema að njóta náms- og starfsráðgjafar af aðilum sem uppfylla skilyrði laga um náms- og starfsráðgjafa. (Lög um grunnskóla 2008 nr. 91 og Lög um framhaldsskóla 2008 nr. 92).
Lykill að góðri þjónustu í náms- og starfsráðgjöf er heildræn sýn á hana og margir þættir sem stuðla að árangri í náms- og starfsráðgjöf eru til staðar á Íslandi. Fyrst má nefna að gæði þjónustunnar felast í lagaramma um menntun náms- og starfsráðgjafa og lögverndun á starfsheiti þeirra, tryggður er í lögum réttur nemenda og almennings að aðgengi að náms- og starfsráðgjöf og samstarfsvilji fagstéttar náms- og starfsráðgjafa og hagaðila er til staðar. Þá er samhljómur og samstarf á milli Félags náms- og starfsráðgjafa og námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands.
Það er svo sannarlega til mikils að vinna að hlúa að framtíðar mannauði landsins sem mun leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum nám sitt og starf. Munum að lengi býr að fyrstu gerð!

Jónína Kárdal formaður Félags náms- og starfsráðgjafa
Arnar Þorsteinsson náms- og starfsráðgjafi

Óháð aldri erum við flest forvitin og spennt varðandi það hvað framtíðin ber í skauti sér. Ákvarðanir um nám og störf eru þar fyrirferðarmiklar innan um aðrar stórar vörður á lífsleiðinni.

En hvernig er hægt að búa sig undir framtíðina og kannski sérstaklega; hvernig getum við sem best stutt börn og ungmenni á þeirri vegferð sem framundan er? Við þeirri spurningu eru eflaust mörg svör en hér verður staldrað við þá faglegu aðferðafræði sem býr að baki almennri náms- og starfsfræðslu og tengingu hennar við náms- og starfsráðgjöf.

Að velja framtíð
Á þessum tíma árs eru nemendur í grunn- og framhaldsskólum að horfa til sinnar eigin framtíðar, hvaða skref eigi að taka varðandi frekara nám eða þátttöku á vinnumarkaði.

Það er stórt verkefni samfélags og menntunar, að styðja við almenna fræðslu um að stýra eigin náms- og starfsferli. Þar þarf margt að koma til í samvinnu skóla- og foreldrasamfélags, vinnumarkaðs og hins opinbera. Og raunar er margt þegar vel gert. Um þessar mundir er boðið upp á margvíslegar námskynningar og opin hús í framhaldsskólum. Háskóladagurinn verður haldinn næstu helgi þar sem háskólarnir taka höndum saman og kynna fjölbreytt námsframboð og ekki er langt síðan Mín framtíð – Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið þar sem um 8000 grunnskólanemar mættu til að kynnast iðn- og verkgreinum. Og er þá fátt eitt talið.

Öll slík verkefni tengast almennri náms- og starfsfræðslu með einum eða öðrum hætti. Það er raunar til mikils að vinna að efla náms- og starfsfræðslu sem námsgrein og gera þannig mögulegt að uppfylla skilgreint hlutverk náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum á borð við að liðsinna nemendum varðandi:
– að finna hæfileikum sínum, áhugasviðum og kröftum farveg
– að vinna úr upplýsingum um námið og leiðbeina við áframhaldandi nám og starf
– jafnrétti sem leiðarljós í náms- og starfsfræðslu
– kynningar á fjölbreyttu námsframboði að loknum grunnskóla og störfum af ýmsu tagi
– að kynna ný störf og þróun starfa sem fylgja breytingum í nútímasamfélagi

Hið sama gildir um náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskólum en í lögum um framhaldsskóla segir að í skólanámskrá skuli markmiðum og stefnu varðandi ráðgjöf lýst og þar einnig koma fram hvernig skóli rækir skyldur sínar og hlutverk á því sviði. Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er, samkvæmt reglugerð frá 2007 um starfslið og skipulag framhaldsskóla meðal annars.að skipuleggja og sjá um framkvæmd náms- og starfsfræðslu í skólanum.

Þá segir í Aðalnámskrá grunnskóla: ,,Nemendur verði búnir undir frekara nám og starf með markvissri náms- og starfsfræðslu, víðtækri kynningu á námi sem er í boði að loknu skyldunámi, kynningu á atvinnulífinu og hvernig nám býr fólk undir fjölþætt störf sem bjóðast í samfélaginu.”

Að marka stefnuna – framlag náms- og starfsráðgjafar og náms- og starfsfræðslu

Náms- og starfsráðgjöf er ákveðið lykilafl í Menntastefnu 2030 og hvílir í stoðinni hæfni fyrir framtíðina. Með því gefast fjölmörg tækifæri til að efla grunnþætti fagsins; náms- og starfsfræðslu (námsefni og námskrá), þróun starfsferils (framhaldsskóli, háskóli, iðn- og tækninám og fullorðinsfræðsla) og aðgang að upplýsingaveitum um nám og störf (Næstaskref.is og Namogstorf.is). Til að raungera tækifærin þarf að koma til heildstæð stefna í málaflokknum.

Nemendur og aðrir sem vilja efla færni sína í að stýra eigin náms- og starfsferli bíður ærið verkefni sem er alls ekki unnið í tómi. Það er ekki hægt að fara kortlaus á Kjöl ef svo má að orði komast heldur þurfa margir aðilar, skólasamfélag, vinnumarkaðurinn og hið opinbera, að ganga í takt til að gera einstaklingum kleift að marka sína stefnu. Til þess að slíkt sé framkvæmanlegt þarf að liggja fyrir skýr sýn á hlutverk náms- og starfsráðgjafar og undirgreina hennar, viðmið um gæði og framkvæmdaáætlanir og menntaðir sérfræðingar í náms- og starfsráðgjöf sem uppfylla skilyrði laga um að bera starfsheitið náms- og starfsráðgjafi.

Náms- og starfsráðgjöfum er umhugað um bætta stöðu náms- og starfsráðgjafar og náms- og starfsfræðslu í landinu með tilliti til þróunar starfsferils ævina alla. Markviss náms- og starfsfræðsla, sem undirgrein í náms- og starfsráðgjöf, skilar meðal annars því að nemendur eiga auðveldara með náms- og starfsval (t.d. starfsnám eða bóknám), hún minnkar brotthvarf með umtalsverðum fjárhagslegum ábata hérlendis, dregur úr kynbundnu náms- og starfsvali, opnar á leiðir óháð uppruna og félagslegri stöðu og ljáir námi merkingu og tilgang á persónulegum forsendum.

Það er afar mikilvægt og í raun bráð nauðsyn, að sinna vel náms- og starfsfræðslu á grunn- og framhaldsskólastigi því samhliða almennum þroska er hægt að tala um að börn og ungmenni þroskist til náms og starfa og læri sjálf að stýra eigin náms- og starfsferli. Hvort tveggja getur
verið hluti af skipulögðu skólanámi en einnig farið fram með óformlegri hætti vegna áhrifa frá fjölskyldu, vinum eða öðrum mikilvægum fyrirmyndum.

Niðurstöður samnorræns rannsóknarnets hafa raunar nýlega bent til að Ísland, Færeyjar, Grænland og Svíþjóð hafi mun veikari umgjörð utan um náms- og starfsfræðslu en Danmörk, Finland og Noregur, og standi þeim nokkuð að baki þegar kemur að hæfni 15 ára nemenda til að þróa eigin starfsferil.

Mikilvægi náms- og starfsfræðslu birtist í því að með námi og samspili ólíkra viðfangefna eiga nemendur að fá innsýn í hvaða þættir eru mikilvægir til að fást við lífið og val á námi og störfum, vera undirbúin fyrir þátttöku í atvinnulífinu, starfsþróun og símenntun ásamt því að þroska með sér jákvæða og sterka sjálfsmynd.

Eitt af því sem staðið hefur almennri náms- og starfsfræðslu í skólum fyrir þrifum er skortur á námsefni á íslensku. Langur tími líður á milli þess að nýtt efni er gefið út. Því er útgáfa Menntamálastofnunar á Ég og framtíðin – verkefnabók í náms- og starfsfræðslu mikið fagnaðarefni og vonandi að framhald verði á þeirri vinnu. Slíkt efni er afar mikilvægt til að geta fjallað um nám og störf á íslensku þannig að nemendur kynnist og skilji ýmis lykilhugtök og fái innsýn í þá fjölbreyttu möguleika sem þeir standa frammi fyrir. Í þessum efnum má raunar margt af nágrannaþjóðum okkar læra hvort sem slíkri fræðslu er tvinnað saman við hefðbundnari námsgreinar eða fær skilgreindan tíma í stundatöflu.
Þar væri bæði hægt að kveða skýrar að náms- og starfsfræðslu í námskrám, líkt og gert er á Norðurlöndunum eða með ákveðnum viðmiðum fyrir skóla og atvinnulíf til að styðjast við líkt og gert hefur verið í Englandi í rúman áratug.

Þekking og færni náms- og starfsráðgjafa
Náms- og starfsráðgjafar starfa á fjölbreyttum starfsvettvangi þar sem markmiðið er að efla færni fólks, á hvaða aldri sem er, til að takast á við breytingar og taka mikilvægar ákvarðanir tengdar vali á námi og störfum. Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að efla hæfileika ráðþega til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin ákvörðunum og þroska. Markmið náms- og starfsráðgjafar er að auðvelda einstaklingum að átta sig á eigin óskum og vilja og efla færni þeirra til að taka farsælar ákvarðanir um nám og starf.
Styrkleiki náms- og starfsráðgjafa liggur meðal annars í vel menntaðri fagstétt sem hefur sérþekkingu á mörgu því sem snýr að samspili náms- og starfa í lífi hvers og eins.  Þekking og færni í notkun á sértækum inngripum og aðferðafræði stuðlar að því að markmiðum náms- og starfsráðgjafar er náð.

Með höndina á stýri

Með heildstæðri stefnu í náms- og starfsráðgjöf og þar með undirgreinum hennar er verið að fylgja eftir þeim rétti grunn- og framhaldsskólanema að njóta náms- og starfsráðgjafar af aðilum sem uppfylla skilyrði laga um náms- og starfsráðgjafa. (Lög um grunnskóla 2008 nr. 91 og Lög um framhaldsskóla 2008 nr. 92).
Lykill að góðri þjónustu í náms- og starfsráðgjöf er heildræn sýn á hana og margir þættir sem stuðla að árangri í náms- og starfsráðgjöf eru til staðar á Íslandi. Fyrst má nefna að gæði þjónustunnar felast í lagaramma um menntun náms- og starfsráðgjafa og lögverndun á starfsheiti þeirra, tryggður er í lögum réttur nemenda og almennings að aðgengi að náms- og starfsráðgjöf og samstarfsvilji fagstéttar náms- og starfsráðgjafa og hagaðila er til staðar. Þá er samhljómur og samstarf á milli Félags náms- og starfsráðgjafa og námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands.
Það er svo sannarlega til mikils að vinna að hlúa að framtíðar mannauði landsins sem mun leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum nám sitt og starf. Munum að lengi býr að fyrstu gerð!

Jónína Kárdal formaður Félags náms- og starfsráðgjafa
Arnar Þorsteinsson náms- og starfsráðgjafi