Aðalfundur Félags náms- og starfsráðgjafa var haldinn 13. maí þar sem kosið var í aðalstjórn, varastjórn og í nefndir og ráð félagsins fyrir næsta starfsár.
Í uppstillinganefnd 2024 sátu Ásthildur Guðlaugsdóttir og Ingibjörg Kristinsdóttir og eru þeim færðar þakkir fyrir þeirra starf.
Helga Valtýsdóttir og Greta Jessen hafa lokið sínum kjörtíma í stjórn og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir þau trúnaðarstörf sem þær hafa gegnt í stjórn. Helga Valtýsdóttir gegndi embætti varaformanns síðastliðinn þrjú ár og Greta Jessen gegndi embætti norræns fulltrúa. Fríða Hrönn Halldórsdóttir, sem hefur setið í varastjorn og í fagráði grunnskóla starfsárið 2023-2024, gaf ekki kost á sér fyrir næsta starfsári. Fríðu Hrönn eru færðar kærar þakkir fyrir hennar framlag til félagsstarfsins og trúnaðarstörf.
Á mynd frá vinstri til hægri: Margrét Rósa Haraldsdóttir, Steinar Sigurjónsson, Jónína Kárdal formaður, Kristín Birna Jónasdóttir , Hildur Björg Vilhjálmsdóttir og Jóhanna María Vignir. Á myndina vantar Anítu Jónsdóttir, Nönnu H. Imsland, og Laufeyju Guðnýju Kristinsdóttur.
Margt nýtt félagsfólk tekur sæti í stjórn, nefndum og ráðum FNS. Fjölgað hefur verið í aðalstjórn sem kemur til af lagabreytingu og eru sætin nú sjö og ný nefnd, ritnefnd FNS tekur til starfa. Einnig hefur kjörtími verrið lengdur úr einu ári í tvö og skapar þetta betri festu og skilvirkni í félagsstarfinu.
Jónína Kárdal fékk endurnýjað umboð til að gegna formennsku á næsta starfsári.
Hildur Björg Vilhjálmsdóttir og Jóhanna María Vignir buðu sig áframhaldandi fram til trúnaðarstarfa í stjórn. Aníta Jónsdóttir, Margrét Rósa Haraldsdóttir, Nanna H. Imsland og Steinar Sigurjónsson gáfu kost á sér í aðalstjórn og koma öll ný inn. Kristín Birna Jónasdóttir og Laufey Guðný Kristinsdóttir gáfu kost á sér í varastjórn og koma nýjar inn.
Nánari upplýsingar um ráð og nefndir FNS er að finna hér
Stjórn og varastjórn FNS starfsárið 2024-2025
Frá vinstri til hægri: Margrét Rósa Haraldsdóttir, Steinar Sigurjónsson, Jónína Kárdal formaður, Kristín Birna Jónasdóttir , Hildur Björg Vilhjálmsdóttir og Jóhanna María Vignir. Á myndina vantar Nönnu H. Imsland, Anítu Jónsdóttir og Laufeyju Guðnýju Kristinsdóttur.
Helga Valtýsdóttir og Greta Jessen kveðja – þær sátu í stjórn FNS 2023-2024