Sigríður Bílddal náms- og starfsráðgjafi hlýtur viðurkenningu félagsins 2023 fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar

Félag náms- og starfsráðgjafa hefur veitt félagsmanni viðurkenningu fyrir framlag til nærsamfélagsins, fagsins og stéttarinnar allt frá árinu 2006. Tilgangur slíkrar viðurkenningar er að vekja athygli á  fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar.

Í ár hlýtur Sigriður Bílddal náms- og starfsráðgjafi viðurkenningu félagsins.

Upphaf ferils Sigríðar / Siggu sem náms- og starfsráðgjafa má rekja til forspilsins að námi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún tók námskeið í náms- og starfsráðgjöf hjá hjá Gerði G. Óskarsdóttur sem hluta af BA náminu sínu og lauk síðar diplómanámi í námsráðgjöf árið 1993 og var þar með í öðrum árgangi nemenda í náminu.  Hún hefur sinnt sí- og endurmenntunarþörf sinni og sat t.d. námskeið er varðaði  lykilþætti í stefnumótun náms- og starfsráðgjafar 2014 og hefur lokið diplomu í jákvæðri sálfræði sem fellur vel að námi og starfi í náms- og starfsráðgjöf

Sigga hefur víðtæka starfsreynslu á grunn- og framhaldsskólastigi.  Hún tók til starfa við Fjölbrautarskóla Suðurnesja og var þar til ársins 2002. Sigga hóf þá störf við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Hún var þá eini menntaði náms- og starfsráðgjafinn í grunnskóla á svæðinu allt fram til ársins 2007. Menntuðum náms- og starfsráðgjöfum hefur fjölgað síðan á svæðinu.

Sigga hefur verið mjög ötul í félagsstarfi FNS og gegnt trúnaðarstörfum með setu í stjórn og nefndum félagsins. Hún var í stjórn Félags framhaldsskólakennara (FF) og sat kjarafundi í vinnudeilum og kom rödd náms- og starfsráðgjafa þar á framfæri.  Hún hefur tvívegis verið formaður skólanefndar FF, síðast árið 2002.

Sigga hefur tekið virkan þátt í að þjálfa upp stéttina og öflugur mentor. Hún er mikil fyrirmynd og öflugur talsmaður fags og stéttar.

Til hamingju Sigga!

Sigríður Bílddal náms- og starfsráðgjafi og Jónína Kárdal formaður FNS

Félag náms- og starfsráðgjafa hefur veitt félagsmanni viðurkenningu fyrir framlag til nærsamfélagsins, fagsins og stéttarinnar allt frá árinu 2006. Tilgangur slíkrar viðurkenningar er að vekja athygli á  fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar.

Í ár hlýtur Sigriður Bílddal náms- og starfsráðgjafi viðurkenningu félagsins.

Upphaf ferils Sigríðar / Siggu sem náms- og starfsráðgjafa má rekja til forspilsins að námi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún tók námskeið í náms- og starfsráðgjöf hjá hjá Gerði G. Óskarsdóttur sem hluta af BA náminu sínu og lauk síðar diplómanámi í námsráðgjöf árið 1993 og var þar með í öðrum árgangi nemenda í náminu.  Hún hefur sinnt sí- og endurmenntunarþörf sinni og sat t.d. námskeið er varðaði  lykilþætti í stefnumótun náms- og starfsráðgjafar 2014 og hefur lokið diplomu í jákvæðri sálfræði sem fellur vel að námi og starfi í náms- og starfsráðgjöf

Sigga hefur víðtæka starfsreynslu á grunn- og framhaldsskólastigi.  Hún tók til starfa við Fjölbrautarskóla Suðurnesja og var þar til ársins 2002. Sigga hóf þá störf við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Hún var þá eini menntaði náms- og starfsráðgjafinn í grunnskóla á svæðinu allt fram til ársins 2007. Menntuðum náms- og starfsráðgjöfum hefur fjölgað síðan á svæðinu.

Sigga hefur verið mjög ötul í félagsstarfi FNS og gegnt trúnaðarstörfum með setu í stjórn og nefndum félagsins. Hún var í stjórn Félags framhaldsskólakennara (FF) og sat kjarafundi í vinnudeilum og kom rödd náms- og starfsráðgjafa þar á framfæri.  Hún hefur tvívegis verið formaður skólanefndar FF, síðast árið 2002.

Sigga hefur tekið virkan þátt í að þjálfa upp stéttina og öflugur mentor. Hún er mikil fyrirmynd og öflugur talsmaður fags og stéttar.

Til hamingju Sigga!

Sigríður Bílddal náms- og starfsráðgjafi og Jónína Kárdal formaður FNS